Ég er búinn að vera að leita mér að góðu ókeypis forriti til að gera thumbnail myndir fyrir mig til að einfalda að setja upp myndaalbúm. Að sjálfsögðu var hægt að finna endalaust af forritum sem voru jafn misgóð og þau voru mörg. En á endanum fann ég forrit sem heitir TNGEn. Þetta forrit gerir thumbnail myndir úr skrá sem þú velur og vistar síðan thumbnail myndirnar ásamt myndunum í fullri stærð í sömu möppu ásamt html skjali með uppsettu myndaalbúmi sem að sjálfsögðu er einfalt að breyta.
Mig langaði bara að benda á þetta forrit ef einhver hefði áhuga á. Hægt er að sækja það hér