Mér finnst að það megi endurnýja í stjórnendahópnum. Þegar menn hafa ekki kíkt hingað inn mánuðum eða árum saman segir það bara að þeir eru að gera eitthvað annað, sem er fínt, en þá ættu þeir að leyfa öðrum að komast að.
Moose tjáði sig síðast í apríl 2005,
bmson í febrúar 2006 og siquay gerði síðast eitthvað 2004 (og hefur ekki skráð sig inn frá í febrúar) Ég er hins vegar bara nokkuð ánægður með JónGrétar og Cazper :)
Ég er alls ekki að segja að stjórnendurnir eiga að bera áhugamálið uppi en þeir eiga að vera með virkari notendunum. Ég ætla ekki að vera leiðinlegur eða neitt, mér finnst bara að það sé komið að því að endurnýja í adminahópnum. Með nýjum admin koma nýjar hugmyndir sem gætur hjálpað en notendurnir mættu líka vera duglegri við að senda inn efni (þar á meðal ég)
En til að koma með eitthvað uppbyggjandi þá fyndist mér góð hugmynd að koma af stað greinasamkeppni um eitthvað ákveðið málefni, td. CSS, PHP eða eitthvað í þá áttina, og jafnvel kóðasamkeppni þar sem eitthvað verkefni (td. gera eitthvað flókið útlit með CSS eða eitthvað fall með PHP eða einhverju öðru) er sett fyrir og sá sem kemur með flottustu lausnina vinnur og verður dýrkaður á áhugamálinu þangað til að næstu keppni lýkur.