Ég er í smá vanda með DreamWeaver sem ég get ekki áttað mig á.
Málið er einfalt:
ég hannaði drög af síðu.. þrumaði henni svo inn á vefþjón og hef verið að vinna hana remotly eftir það. Svo kom á daginn að form á síðunni voru ekki að haldast stundum og stundum ekki.
Var þetta þá tengt innraneti sem ég var á og style sheet í code-inu á bak við hverja og eina síðu. En einmitt þá tók ég eftir að þó svo að ég væri að vinna og bæta við síðum og drasli og vinna allt remotely að þá virtist hún alltaf hanna síður frá rót tölvunnar í stað þess að vinna allt innan rót vefþjónsins.. s.s. vísaði alltaf í c:programfiels og jarijari…
Hvernig get ég stillt DW þannig að þegar ég er að vinna og búa til aðrar síður að hún sé ekki að vísa alltaf í drifið á tölvunni.. heldur haldi sér inni á vefþjóninum.
En þetta gerði það að verkum að ég þurfti að breyta öllu style sheet draslinu á öllum síðum með því að fara í code og breyta vísununum :S ekki gaman
En mér þætti snilld ef einhver mannvitsbrekkan gæti aðstoðað mig við að græja þessar stillingar svo þetta verði ekki frekari vandamál þegar ég er að vinna eitthvað í þessarri síðu…
takk