Sæl…

Ég er að vinna með WordPress síðuna mína. Núna er ég að vinna í útlitinu og er að breyta flokkakerfinu (categorized).

Eins og flestar WordPress síður þá er Sidebar-inn settur upp sem bullet. Í flokkakerfinu er hægt að hafa undirflokk sem kemur þá undir aðallflokknum (Dæmi: Blogg > Gamalt blogg o.s.frv.). Aðalflokkurinn kemur sem fyrsti flokkur (fyrsta inndregið) en undirflokkurinn sem annar flokkur (annað inndregið). Held að þetta séu li eða ul skipanir í HTML.

Ég var að velta fyrir mér hvort það væri hægt að hafa önnur attributes á undirflokknum/öðrum flokknum/öðru inndregið? Annan bakgrunn o.s.frv. ?

P.S. Get eiginlega ekki útskýrt þetta betur. Þetta er eins og þið mynduð gera lista í Word með bulleting (stafs.) en mynduð síðan ýta á TAB til að fá annað inndregið sem er þá innar á bls.