Hafið þið tekið eftir þessum staðfestingarkóða á blog.central.is? Þetta er tiltölulega nýtt fyrirbæri þarna, en þetta er gert til þess að spambottar ofl. sé ekki að ráðast á bloggsíður notenda.
En ein spurning. Af hverju í fjáranum þarf þetta að vera svona gallað? Ég slæ stundum inn réttan kóða 10x, samt kemur að ég hafi slegið inn vitlausan kóða. Það hlýtur að vera hægt að gera þetta betur?
Reyndar er b.c.is kerfið orðið þannig að maður þarf að copera allt sem maður gerir. Færslur, comment, gestabók (þó svo ég hati það fyrirbæri) og ég bíð eftir því að þurfa að copera username og password þegar ég skrái mig inn :/
Þessi staðfestingarkóði hefur reyndar alltaf virkað fyrir mig.. en mér finnst blog.is leiðin best, ef þú ert innskráður í kerfið er ekkert vesen og síðan getur bloggarinn sjálfur valið hvort það er email staðfesting eða ekki. Persónulega nenni ég aldrei að commenta þegar það er email staðfesting.
Ef menn skrá niður ip tölur með commentum, ætti þá ekki að vera auðvelt að koma upp blacklista? Hefur þetta pakk yfir endalausum ip tölum að ráða?
Þetta lið hefur ekki alveg endalausar IP tölur en þær eru svona frekar margar. Svo stunda þeir líka stundum að setja orma á tölvur saklausra notanda sem gera þetta fyrir þá (þá hafa þeir endalausar IP tölur).
blog.is er svo óendanlega mikið bögg, að það hálfa er ekki nálægt því nóg. Hvað hefur fólk á móti einföldu comment kerfi, þar sem ekki þarf kennitölu, margfaldar staðfestingar og e-mail staðfesting. It's just bloody one comment!
Mér finnst útí hött að hafa staðfestingarkóða þarna. Á að nota slíkt eins lítið og mögulegt er því að það getur farið að pirra notendur mikið og fólk hættir ósjálfrátt að nota kerfið. Annars finnst mér bara eitthvað við b.c.is gera það ljótt og leiðinlegt, ekkert á við folk.is en samt…
Þessvegna mæli ég frekar við fólk að nota erlend kerfi. Það er bara lagður smá metnaður í þau. Vandamálið við flest íslensk vefforrit er að þeir sem kunna eitthvað nenna ekki að gera þessa hluti vegna þess að þeir fá meiri pening fyrir að gera vefumsjónarkerfi númer 78. Og þannig nær meðalmennskan að vinna.
ég hef tekið eftir að ef maður fer á svona blog.central síðu gegnum .tk slóð þá virkar kóðin aldrei. En annars virkar hann oftast hjá mér þó ég hati þetta og sé sjálfur búin að skipta yfir í bloggar.is.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..