Halló, mig vantar ráðleggingar um það hvernig á að skilgreina spássíu í einni töflusellu. Þetta má ekki eiga við um alla töfluna, heldur bara þessa einu sellu. Síðan er á: http://www.postur.is/haht/Islandspostur-vefur/Vefur/Auglysingapostur/Fjolpostur/1.2.4.html

Hægra megin er tafla sem skiptist í eina röð þar sem myndin efst í horninu vinstra megin er staðsett og önnur röð er skipt í tvo dálka, og ég þarf að skilgreina vinstri dálkinn sérstaklega.

Málið er semsagt að textinn sem er í glugganum hægra megin færist til þegar glugginn er resize-aður þannig að spássían er alltaf á floti. Ég þarf að laga þetta þannig að textinn haldist fastur og spássían fari ekki fram og til baka. Ég vil að spássían sé föst 25 punktar og hef sett inn ósýnilega mynd til að resize-ið láti ekki spássíuna hverfa en hvernig get ég komið í veg fyrir þetta vandamál?

Það væri rosalega gott að geta fengið svar við þessu.

kveðja
Holmfrg.