Ég hef verið í tvö ár held ég með síðu hjá Tripod og hefur gengið vel. Það kostar lítið og maður getur valið sér gott veffang. Nú í gær fékk vefsíðan skyndilega furðulegt kast. Ef ég opna html-editorinn sem ég nota til að gera síðurnar (innbyggt í tripod) breytast allir íslenskir stafir skyndilega í spurningamerki á hvolfi og brotið 1/2. Og I með skrýtnum kommum ( fr� �fingum komnar �). Ekki nóg með það, heldur breytist síðan sem ég opnaði sjálfkrafa, án þess að ég einu sinni visti þessar furðulegu breytingar! Ég er ráðþrota með þennan vanda og tripod virðist ekki veita sérstaka hjálp í þessu, þótt ég eigi eftir að senda þeim fyrirspurn.

Kannast einhver við þessi furðulegheit?

vefslóðin er www.freyvangur.net