Ég mæli á engan hátt með þessu, nema fyrir þá sem vita nákvæmlega hvernig PHP, MySQL og Apache virkar í sátt og sameiningu.
Ef þú hefur aldrei sett upp Apache server áður .. do it. Ef þér hefur aldrei tekist að setja upp Apache server sem virkar með PHP, reyndu þá aftur.
Ef þér hefur ekki ennþá tekist að fá MySQL til að virka í PHP sem hægt er að keyra upp af Apache-servernum þínum… deinstallaðu þessu þá og reyndu að fá þetta til að virka :)
Þú ert bara að lifa í sjálfsblekkingu ef þú heldur að þú sért að spara einhvern dýrmætan tíma með server-stillingum og almennu fikti..
Þú villt amk frekar vera búinn að lenda í þessu áður en þú tekur að þér verkefni að búa til heimasíðu, skilar henni af þér til þess sem borgaði þér og skilur svo ekkert afhverju íslenskir stafir virka ekki :)
Lærið eins og þið getið um Apache og MySQL .. getið lært gríðarlega svala hluti sem geta sparað ykkur gríðarlega vinnu :)