Sælir/ar
Ég hef verið að fikta mig áfram í php forritun en hef verið ansi lengi í html. Ég hef mikið skoðað korkana hérna á hugi.is/vefsidugerd sem og greinarnar en hvorutveggja hefur reynst mér vel og hef ég náð að nýta mikið af því sem þar er skrifað.
Núna er ég að vinna í vefsíðu fyrir sjálfan mig þar sem ég mun koma til með að blogga og skrifa greinar. Þar sem ég hef lært að búa til bloggkerfi hef ég ákveðið að nota það. Hins vegar er þrennt sem er að angra mig.
1. Þannig er það nefnilega að á forsíðu vefsíðunnar ætla ég að hýsa bloggið. Fyrir ofan það ætla ég hins vegar að hafa tvo dálka með fyrirsögnunum á nýjustu bloggunum & greinunum.
Hvernig get ég látið þessa lista birta aðeins ca 10 nýjustu fyrirsagnirnar? Getur einhver leiðbeint mér með það?
2. Í blogginum sjálfu er í rauninni sama vandamál. Getur einhver leiðbeint mér með að láta síðuna aðeins birta 10 nýjustu bloggin en hafa síðan “næsta síða” fyrir næstu 10 blogg o.s.frv.?
3. Til þess að geta nýtt fítusinn sem ég útskýrði í lið 1 þarf hvert blogg náttúrulega að eiga sína eigin síðu og á þeirri síðu væri m.a. hægt að kommenta.
Getur einhver leiðbeint mér með að láta hvert blogg á eina síðu?
Einhver sagði mér að liður 1 og 2 væri í raun ekkert vandamál, heldur sáraeinföld aðgerð. Hins vegar hef ég ekki lengur aðgang að php-kunnáttu þessa einstaklings, þannig að nú spyr ég ykkur´(“,) . Ég er búinn að leita mikið á netinu og einnig hef ég keypt 2 php bækur en þær hafa hjálpað mér lítið, a.m.k í þessu máli.
Vona að ég hafi sett þetta fram þannig að það skiljist og að þið getið hjálpað mér. (”,)