Ég er hægt og rólega að læra á wordpress og laga síðuna mína og wordpress að mínum þörfum en það gengur frekar brösulega. Aðal vandamálið er þó það að ég næ ekki að keyra import script-ið fyrir Blogger, semsagt til að import-a (afsakið enskusletturnar) frá blogger.com vefleiðaranum mínum/blogginu mínu.
Þegar ég fer semsagt í wordpress admin og fer í import og klikka síðan á import þá fæ ég þessa villumeldingu upp.
Fatal error: Cannot redeclare class blogger_import in /var/www/html/wp-admin/import/blogger.php on line 3
Svo eitt annað vandamál er að ég á í erfiðleikum með að ná íslenskupakkanum til að virka á Wordpress-inu mínu, ég fylgdi leiðbeiningunum en sá samt engann mun. Hafa aðrir lent í því eða er ég að gera eitthvað vitlaust?
PS: síðuna mína (ókláraða, en virkar þó) er hægt að finna hér, hé
Jóhannes Gunnar Þorsteinsson