Django og Ruby on Rails(RoR) eru svokölluð web development frameworks. Django er skrifað í Python og Ruby on Rails er skrifað í Ruby (duh.)
Ég hef mikið verið í RoR og ég verð að segja að þetta er æðisleg leið til að gera vefsíður. Að skrifa blog kerfi með comment systemi frá grunni tekur þig um það bil 15 mín. Og það er kosturinn við þessi kerfi. Ef að þig vantar nýtt functionality í kerfin þá ertu eldsnöggur að skella inn nýjum gagnagrunnum og tengingu við það. Stór munur er að þú ert ekki að vinna lengur með sql queries heldur ertu að vinna með database modules sem að auðveldar mun forritunina.
Þessi kerfi eru líka ótrúlega skemmtileg í vinnslu. Það var eitt sinn gaman að vinna í PHP en núna er það orðið svo stór og mikill klumpur að þú eyðir 50% af tímanum þínum hangandi í documentation að reyna muna eitthvað af þessum 600 functions sem að eru í því.
Hér er stuttur tutorial sem sýnir hversu snöggur þú ert að gera lítið forrit.
http://www.onlamp.com/pub/a/onlamp/2005/01/20/rails.htmlSvo geturu gert þennan tutorial sem hjálpar þér að láta þetta fyrra forrit looka betur
http://www.onlamp.com/pub/a/onlamp/2005/03/03/rails.htmlHérna er svo frekar langt video þar sem að gaurarnir á bakvið bæði Django og Ruby on Rails eru að kynna frameworkin.
http://video.google.com/videoplay?docid=2939556954580527226&q=ruby+on+rails