Nú er ég að velta fyrir mér, vefsíður og tekjur sem gætu komið inn af auglýsingum. Þannig að nú mál með vexti að nú erum við nokkrir að spá í að setja upp vef og til að hann gangi upp ætlum við að setja það langtíma markmið að fá auglýsingatekjur af honum til að þurfa ekki að leggja upp í þann mikla kostnað sem af honum verður nema fyrstu mánuðina.

Þegar og ef við fáum aðila til að auglýsa á vefnum hvernig er þessu háttað með skatta mál og annað? Vitið þið hvort fyrirtæki vilja eitthvað í þeim efnum?
Hvernig eru þessi mál hjá einstaklingum sem halda utan um vefi með auglýsingum á?