Sælir hér.
Ég hef verið að kynna mér töflulausa hönnun með CSS en hef lent í smá vandræðum. Hér er html kóðinn með CSS div tögum:

<div id="Wrap">
  <div id="Haus">#Haus</div>
  <div id="Efni">
	<div id="Vinstri">#Vinstri</div>
	<div id="Midja">#Miðja</div>
	<div id="Haegri">#Hægri</div>
	<div id="drasl">&nbsp;</div>
  </div>
  <div id="Botn">#Botn</div>
</div>

Semsagt þrjú lóðrétt box (haus, efni, botn) og efnisboxið inniheldur þrjú lárétt box (vinstri, miðja, hægri). Þeim raðaði ég með float:left en til að #Botn boxið færi ekki í rugl þá þurfti ég að setja tómt 0px breitt box sem heitir drasl, veit ekki afhverju.

Allavega þá er hér css skilgreiningar:

<style type="text/css">
<!--
Body {
	background-color: #999999;
	
}
#Wrap {
	background-color: #FFFFFF;
	position: relative;
	width: 750px;
	height: auto;
	margin-left: auto;
	margin-right: auto;
	border: 1px solid #333333;
	padding: 8px;
}
#Haus {
	background-color: #CCCCCC;
	position: relative;
	width: 750px;
	height: 60px;
	border: 1px solid #333333;
	margin-bottom: 8px;
}
#Efni {
	position: relative;
	width: 750px;
	height: auto;
	border: 0px solid #0000FF;
	margin-bottom: 8px;
}
#Botn {
	background-color: #CCCCCC;
	position: inherit;
	width: 750px;
	height: 20px;
	border: 1px solid #333333;
	bottom: 0px;
}
#Vinstri {
	background-color: #CCCCCC;
	position: relative;
	width: 130px;
	height: auto;
	float: left;
	border: 1px solid #333333;
	margin-right: 8px;
}
#Midja {
	background-color: #CCCCCC;
	position: relative;
	width: 468px;
	height: 400px;
	float: left;
	border: 1px solid #333333;
	margin-right: 8px;
}
#Haegri {
	background-color: #CCCCCC;
	position: relative;
	width: 130px;
	height: auto;
	float: left;
	border: 1px solid #333333;
}
#Drasl {
	width: 0px;
}
-->
</style>

Það sem gerist þegar ég set efni í efnisboxin, t.d. #Miðja, þá færist #Botn boxið ekkert, en ég vil að það færist niður og ráðist af hæð síðunnar. Sömuleiðis vil ég að hvíti bakgrunnurinn í #Wrap boxinu fylgi með niður. Það sem gerist er að boxið #Miðja færist niður og ekkert annað og ég er ekki hrifinn af því.

Ég hef reynt ýmislegt en tekist fátt gott og bið nú um aðstoð. Hvort þetta snúist um position: relative/absolute, z-index, float eða hvað það er bara skil ég ekki en vona að einhver geri það og geti hjálpað mér.

maxbox