þú getur náttúrulega látið Javascript (clientside) skrifa í cookie….
en ekki neinar aðrar textaskrár. Öryggisatriðin eru byggð upp þannig, í Javascripti og reyndar öllum öðrum þunnum clientum (applets, flash … etc), að ekki er hægt að miðla neinum skrám á vélinni sem keyrir forritið nema fyrirfram ákveðnum skrám sem hafa engan möguleika á að vera keyrðar eftir að hafa verið skrifaðar. Þetta þýðir í raun það að ekki er hægt að brjótast inn í tölvu með javascripti sem keyrir í browser og skrifa skrár, og keyra þær svo (tildæmis .bat-skrá sem kann að formattera harðan disk), yfir netið. reyndar er hægt að opna fyrir þetta með Java-applets, en þar er sérstök skrá sem heitir java.policy sem er á öllum tölvum með java, sem þarf að breyta svo þetta sé hægt.
vona þetta hjálpi
bæ
-r
<br><br>[reynir þ. hübner]
[<a href=mailto:reynir@hugsmidjan.is>reynir@hugsmidjan.is</a>]