Jú, komiði margsæl og blessuð nær sem fjær.
Nú á ég sem fyrr við vandamál að stríða og ákvað ég að varpa því því fram í stöku hér á huga.
Nei reyndar ekki.
En málið er það að ég vil taka texta sem inniheldur línubil og ýmiss konar tög, en það sem ég vill gera við textann er að henda línubilunum út, þannig að fram komi einn risa one-liner (ef einhver er að pæla í hvers vegna, skoðið þá http://www.bosrup.com/web/overlib/ en þetta er rosa sniðug svona tooltiptextdót… sem krefst þess að texti sé í einni línu…).
Það sem ég er búinn að vera að prófa mig með er svona:
preg_replace(“/\\r\\n|\\n/s”,“”, eregi_replace('“',”““,eregi_replace(”'“, ”", $myrow["grein"])))
Þetta eru svolitlar skítareddingar, en array í preg_replace virðast bara ekki vera að virka hjá mér (fyrir utan að eregi_replace() er töluvert hraðara).
Málið er það að þessi lína hefur virkað hingað til… en það er vegna þess að hingað til hefur sendandi (þetta er sko spjallborð) þurft að endurskoða póst sinn í hvert sinn sem hann sendir (ekki ósvipað því sem er hér á huga ef maður hakar í boxið góða). Því breytti ég fyrir skemmstu, spjöllurum til hægðarauka. Nú flýgur því greinin beint í gagnagrunninn, en þessi replace lína virkar ekki.
Því ber ég á borð þessa spurningu: Hvernig í andskotanum redda ég þessu?