Í fyrsta lagi er vef-forritari og database administrator ekki það sama. Ef þú ert góður database administrator er ekkert mál að fá vinnu með mjög góðum launum. Reyndar ef þú ert fær vef-forritari þá eru ekki mikil vandkvæði með að fá vinnu. Þegar ég tala um vef-forritara er ég að tala um kunnáttu í html og javascript auðvitað en einnig sql, asp, php og/eða jsp(java) … Kunnátta í c++ og öðrum forritunarmálum skemmir ekki.
Svo er það líka reynsla sem skiptir miklu máli í dag.
Algeng skipting í vefdeildum er 1-2 í html-javascript, 1-2 í grafík og svo rest í forritun og einfaldri gagnagrunns umsjón.
Ég held að laun raðist niður í sömu röð.
Til að fá góða vinnu við vefgerð er málið, að mínu mati, að hafa gott portfolio, ekki ljúga of mikið í því, og yfirgripsmikla og góða þekkingu, og svo síðast en ekki síst áhuga sem skín í gegn.