Orð yfir þetta …. “Kjánalegt” myndi ég ætla :)
T.d þessi síða sem þú bendir á, ef einhver færi inná þessa síðu í vafra sem ekki styður myndir, þá sér hann ekkert. Það er ekki einu sinni ALT texti á bakvið tengla-myndirnar þarna.
Eins og þetta er gert þarna, þá er þetta bara tafla með x mörgum dálkum og x mörgum röðum og svo er tekin ein stór mynd og hún klippt niður og “bútunum” svo raðað í hverja töflu-cellu. Mjög einfalt.
En þetta er aðferð sem ætti ekki að sjást í dag, þetta er hægt að gera á mun betri hátt með töflulausu HTML-i og CSS, og síðast en ekki síst með merkingarbæru HTML-i sem skilst án þess að viðkomandi sé með “mynda-support”.
Þá þarf að skipta myndinni upp í 2 hluta ef svo má segja, þ.e sá hluti sem ekki hefur neina merkingu aðra en bara útlitslega er settur sem bakgrunnur á t.d DIV, en aðrir hlutar myndarinnar eru settir sem bakgrunnur á t.d LI-tag sem er mjög gott einmitt í valmyndir/navigation.
Hér er t.d dæmi um þetta:
http://www.alistapart.com/articles/spritesog
http://www.alistapart.com/articles/imagemap