Sælir VefHugar,
Ég er með svona óformlega fyrirspurn…
Vantar ekki einhvern smá aukavinnu- það sem mig vantar er einhvern til að taka að sér öðru hvoru lítil verkefni, m.a. að búa til tiltölulega einfaldar “Beinagrindur /layout” í Dreamweaver - og dálitla útlits-graffík (Flash / applets og þessháttar) - þið þurfið ekki að vera “pro” með margra ára reynslu - bara færir og frumlegir - það væri gott ef þið hefðuð eitthvað til að sýna…
Ég má til með að bæta þessu við:
Ég hef mikið verið að skoða Vefsíðugerðina á huga undanfarið og er mjög “impressed” hvað margir færir vefarar halda til hérna, þrátt fyrir oft, mjög ungan aldur. - sjálfur er ég forritari - m/ tiltölulega stutta starfsreynslu í bransanum & og hef geysilegan áhuga á öllu sem viðkemur forritun og nú vef-gerð / það er hreinlega frábært að geta komið hingað inn og lært af ykkur hinum. Kærar þakkir fyrir mig…..