Það er fullt af drasli sem að viðkemur bara síðunni sjálfri, ekki endilega um smíði hennar og á ég við um hvernig sé best að staðsetja efni og menu og svoleiðis á síðum, það er einmitt forvitnilegt að lesa það og getur það skipt miklu máli hvernig efnið er sett fram og hvar er best að hafa menuinn og svoleiðis.
Ég var einmitt að lesa grein um ef að um er að ræða einhverskonar portalsíðu og hvernig væri þá best að miðla efninu á síðunni. Þetta er einmitt ekki einhverjir besservisserar sem að segja að þú eigir að gera þetta heldur eru þetta bara niðurstöður rannsókna um hvað er það sem að fólk tekur fyrst eftir og þarf t.d. ekki annað en að skipta um lit á texta til þess að vægi lesningar á síðu ef að um er að ræða mismunandi liti á textum á sömu síðu getur verið langt yfir 80%.
Þetta er einmitt gott að vera búinn að kynna sér og það er ekki alltaf flott hönnun sem að skiptir máli ef að þér langar að gera einhverja killer portal síðu sem að gesturinn fái ekki bara heilahristing eins og sumir virðast fá þegar þeir heimasækja t.d. huga.is og strik.is þó að þessi tilfelli ku vera frekar erfið viðfangs eins og þessar greinar virðast fjalla um sökum gríðarlegs magn efnis.
Svona nokkuð geturu lesið t.d. á
http://www.useit.com/http://clickz.com/column/sd.html