Ég held að þú hafir misskilið css leiðbeiningarnar svona smávegis. Þ.e.a.s. þetta tengist á engan hátt cutenews. Ég skal bara sýna þér og vona að þú lærir:
Þetta er það sem þú gerðir:
body {
background-image: url(backg.jpg);
}
{color: #FFFFFF}
{font-family: Verdana;
{font-size: 10px;
}
Það er hins vegar vitlaust og ætti að vera svona:
body {
background-image: url(backg.jpg);
color: white;
font-family: Verdana, arial, sans-serif;
font-size: 10px;
}
Þ.e.a.s. slaufusvigarnir
{} loka lýsingunni á “body” síðunnar (eða hvað sem má kalla það) en semíkommurnar
; eru til að skilja að einstök atriði innan lýsingarinnar.
E.s. ég bætti við arial og sans-serif þarna inn því það er alls ekki sjálfgefið að hver sá sem skoðar síðuna þína hafi leturgerðina verdana og þá grípur vafrinn til sinnar sjálfgefnu leturgerðar séu engar „varaleturgerðir“ gefnar. Vafrinn notar ávallt fremstu leturgerðina í röðinni að ég best veit en grípur svo til þeirrar næstu í röðinni ef sú á undan er ekki til staðar á tölvu viðkomandi sem skoðar síðuna þína.