jæja,, var að fá póst frá svef.is um að nú ætti (aftur) að gera eitthvað í þessum samtökum, mig langaði að fá smá feedback frá ykkur um þetta..?
“Markmiðið með stofnun samtakanna er að efla íslenskan vefiðnað og samfélag þeirra sem starfa við hann, hvetja fólk til að miðla af þekkingu sinni og vera andlit stéttarinnar út á við.”
ég man eftir að hafa fengið þetta bréf áður, fyrir hva, ári síðan eða meira? ég skráði mig en ekkert gerðist, ég er ekki að skilja hvernig þessir aðilar ætlast til að fyrirtæki á samkeppnismarkaði vilji “miðla þekkingu sinni” til annara fyrirtækja í samkeppni? Ekki dytti mér í hug að fara að miðla kóðum til aðila sem er í samkeppni við mig.. eða er ég að misskilja eitthvað hérna?
Vefverðlaunin kannski? come on.. það eru 3 ár síðan maður hætti algjörlega að taka mark á þessu verðlaunabatteríi..
hvað finnst ykkur um þessi mál?