Fyrir einhverjum vikum eða mánuðum voru hér miklar umræður um irc-rás fyrir vefhönnuði og grafíakra.
#artweb.is var rásin nefnd og hefur hún verið í gangi síðan.
Á #artweb.is er talað um allt sem viðkemur þessu.
Umræðurnar eru oft mjög líflegar og skemmtilegar og rifrildi og önnur leiðindi eru jafnsjaldséð á rásinni og fimmfættir hundar. Það er verið að vinna í síðu fyrir rásina og er slóðin <a href="http://www.cooltech.is/artweb">www.cooltech.is/artweb</a>.
Gestir hafa verið margir og fjölbreyttir og með áhuga á misnunandi hlutum.
Eins og sést á síðunni þá eru 5 opar. Það er fólk þarna inni sem myndi allveg hiklaust fá op en það er ekkert gaman að vera á rás með kannski 10 opum og vera 1 án op-s.
Op-ið hefur líka ekkert þvílíkt gildi á #artweb.is því það er frjálst topic(-t).
Það eru allir velkomnir á #artweb.is hvort sem þeir hafa verið í bransanum síðan þeiru voru í 2. bekk eða vita ekki hvar þeir eiga að byrja í vefsíðugerð. Endilega joinið og takið þátt í líflegum umræðum eða komið þeim sjálfir af stað.
Endilega tékkið á síðunni.
f.h #artweb.is
mac2