Ég er með greinina alla og hér er hún:
VEFSETRIÐ ENDURBÆTTUppsetning vefsetra með CSS - (Cascading stylesheets) og url-endurskrift er máliðÞað hefur ekki farið fram hjá neinum að þróun upplýsingatækni hefur verið hröð. Á Íslandi og í vestrænum heimi finnst varla fyrirtæki sem ekki er að lágmarki með upplýsingavefsetur. Það er almennt samþykkt að vefsetrið sé andlit fyrirtækis út á við og ómissandi miðill í sölu-, margaðs- og þjónustustarfsemi. Gott vefsetur er hltui fyrirtækisins og þarf að endurspegla ímynd, gæði og þá starfsemi sem fer fram. Með notkun nýrrar tækni á borði við CSS breytast kröfur sem gerðar eru til vefsetra, og viðmið. En hvað er CSS? Til hvers á að nota CSS?
Hvað er CSS?Cascading Style Sheets (CSS) er stöðluð aðferð við að útbúa og tengja s´tilblöð (t.d. letur, litaþema, stærð og þess ha´ttar) við vefskjöl. Stílblöð skilgreina hvernig vefskjöl (vefsíður) “líta út” og hvernig þau eru birt á mismunandi miðlum t.d. í vöfrum eins og Microsoft Internet Explorer eða Firefox, á prenti ellegar í hljóðgervlum. Allir nútíma vafrar styðja CSS tækni að meira eða minna leyti.
Nýjar kröfurMeð aukinni reynslu á viðhaldi vefsetra hefur ýmislegt komið í ljós. Þar á meðal má nefna nauðsyn þess að:
- aðskilja útlit vefsins og innihald sem mest
- uppfylla W3 kröfur um aðgengi fyrir sjónskerta
- skrá lýsigögn rétt fyrir leitarvélar og tölfræðihugbúnað
- hámarka hlutfall forritunarkóðans / efnis;
- hámarka stærð og hleðsluhraða vefsetursins
- hámarka sveiganleika í umsýnslu með tilliti til útlits, efnis, virkni og aðgangsstýringa.
Rétt notkun CSS tækninnar gerir þetta kleift.
Hittni og birting í leitarvélumEinn mikilvægur kostur við CSS er möguleikinn á að raða upprunakóða skjalsins í mikilvægisröð (mikilvægt fyrir leitarvélar og notendur með sérþarfir). Þetta leiðir til þess að auðvelt er fyirr leitarvélar að “lesa” og skrá síðurnar í spjaldskrá (index) þar sem mikilvægasta efnið kemur fyrst í kóða síðunnar sem aftur leðir til hærri skorunar á leitarsíðum. Ólíkt eldri gerðum vefviðhaldskerfa eru CSS vefsetrin uppbyggð með <p> <H> og <div> rögum en ekki útlitslega sett upp með HTML-töflum. Reynslan hefur sýnt að mun betur gengur að skrá vefsetur í leitarvélar sem eru gerð með eþssari nýju tækni. Einnig egrir þetta öll aðgengismál mun auðveldari. Í staðalbúnaði góðra vefviðhaldskerfa er sérstakur prenthamur og sérstakur blindrahamur. Þetta fæst allt fyirr tilstilli CSS uppsetningarinnar.
Langar og skrýtnar slóðir úr sögunniHver kannast ekki við að hafa séð undarlegar vefslóðir eins og þessa hér:
http://www.vefsetur.is/index.asp-?pr_bus_prod_id=8&ib_page=72&pr_cat_id=175&iw_language=en. Slóðir sem þessar hafa gert ýmsum hugbúnaði eins og t.d. leitarvélum og tölfræðihugbúnaði lífið leitt í gegnum tíðina. Auk þess er erfitt fyrir fólk að muna og nota slóðir sem þessa. Með CSS er hægt að setja fram sýndarslóðir eins og
http://www.vefsetur.is/starfsmenn í staðinn fyirr ofurlanga og flókna slóð.
Vel skipulögð kóðunEnn einn kostur við CSS er hátt hlutfall texta á móti HTML kóða bæði vegna einfalari uppsetningar og vegna þess að útlitsupplýsinsgar er í öðrum samnýttum skjölum. Þetta leiðir til enn betri skorunar á leitarvélum og einnig til þess að skjölin hlaðast hratt í vafrann vegna þess að þau eru mun minni. Rannsóknir hafa ´synt að fólk byrjar að missa þráðinn eftir þriggja sekúndna bið og ennfremur að eftir 8 sekúndur fara margir gestir annað frekar en að bíða eftir að síðan hlaðist áfram. Það er því afar mikilvægt að síðan hlaðist hratt og vel. Þetta hefur einnig áhrif á skorun í leitarvélum.
Þeir sem hafa skipt um útlit á vefsetrinu sínu þekkja hversu tímafrekt og leiðinlegt það getur verið að breyta útlitu tuga, hundruða eða þúsunda síðna. CSS-tæknin getur minnkað þessa vinnu til muna sé rétt farið að. Þá getur nægt að breyta fáuum skjölum til að allt útlit vefsins taki algjörum breytingum. Þetta sparar mikinn tíma þegar útlitsbreyitngar eða viðbætur verða gerðar.
Hagstætt í rekstriFyrir þann sem þekkir CSS staðinn má skipta út útliti vefs í heild sinni með því að endurskrifa stílblöð kerfisins í vefviðhaldskerfinu sem er tengt vefsetrinu. Allar CSS upplýsingar eru breytanlegar úr viðhaldskerfinu og ekki er þá nauðsynlegt að kaupa dýra og tímafrekar forritunarþjónustu.
Höfundar eru Jón Ingólfsson, forritari og Art Schalk, sölustjóri hjá Outcome hugbúnaði ehf. Starfsmenn Outcome eru sérfræðingar í notkun CSS tækninnar. Upplýingar um Outcome má finna á www.outcome.is.Jón Ingólfsson og Art Schalk. 2005.
“Vefsetrið endurbætt”. Tölvuheimur. 101. tbl. 9. árg.: 16
En fyrst þeir eru sérfræðnigar, þá kemur þetta á óvart:
http://jigsaw.w3.org/css-validator/validator?uri=http://www.outcome.is