Mér finnst bara yfir höfuð lélegt að þeir skuli ekki dæma eftir stöðlum og svona sem skiptir höfuðmáli varðandi góðan vef. Auðvitað er aðgengileiki mikilvægur en ég myndi ekki dæma eftir aðgengileikanum einum sjálfum. Ég hef allavega misst allt mitt álit á þessari keppni og lít bara á þetta sem klíkustarfsemi. Það eru til svo miklu betri vefir en sumir þessara sem eru þarna í úrslitunum.
Ég er ekki að segja að þessir sem eru þarna í úrslitum eigi þetta ekki skilið. Alls ekki. Ég er bara að furða mig á hvað þessi Jonni sé að gera þarna. Hann hefur ekkert. Ég og fleirum telja aðra skara langt fram úr honum. Ég sé bara ekkert sérstakt eða flott við þennan vef hans, í sannleika sagt. Og það að hann sé í töflum, validatist ekki og er ekki skrifaður skv. stöðlum er bara til skammar. Hann á ekki heima í þessum úrslitum. Og satt að segja finnst mér síðan hans ekkert það aðgengileg.
Ef ég væri dómari í þessari keppni, myndi ég fara eftir aðgengileika, hreinleika, stöðlum og hönnun/útliti.
Gaui