Persónulega held ég að það hafi orðið ákveðin vakning í þessum málum undanfarið. Flest vefhúsin (Inn, Hugsmiðjan etc.) hafa fært sig yfir í þessa nýju hugsun og minni aðilar eru hægt að færa sig líka.
Í mínum huga eru vefstaðlar samheiti yfir ákveðnar “best practise” aðferðir sem skal nota við vefsmíði. Það er ekki bara nóg að validate síðuna sína og passa að hún sé XHTML eða HTML valid. Það er aðeins einn partur af þessu. XHTML er ekki heldur svarið. HTML er alveg jafn gott, og jafnvel betra segja sumir.
Fleira sem þarf að hafa í huga er, eins og búið er að banda á, aðskilnaður efnis og útlits þar sem CSS er notað til að skilgreina útlitið á síðu og HTML til að SKILGREINA innihald hennar (Einnig aðskilnaður virkni sem ég kem að neðar). Ef þú ert með lista notaðu OL, UL og LI. Ef þú ert með málsgrein, notaðu P. Ef þú ert með fyrirsögn, notaðu H1 til H6. Þetta er það sem skilgreinir innihald síðunnar þinnar og gefur því merkingu. Í þessu sambandi er mikilvægt að nota TABLE aðeins fyrir að skilgreina töflulegar upplýsingar eins og flestir ættu að vita núna. Það er því ekki rétt að kalla vefstaðla töflulausahönnun, þá erum við að snúa þessu við því töflur voru aldrei ættlaðar til þess að stýra útliti. Við notum DIV og CSS til að búa til layout fyrir síður. Það má líta á DIV til að skilgreina section eða svæði á vefsíðu. Venjuleg síða hefur t.d haus, sidebar, main content og footer. Hvert svæði hefur sitt DIV.
Aðgengi! Netið er byggt á tækni sem leyfir öllum að hafa aðgang óháð getu. Blindir, sjóndaprir, hreyfihamlaðir og aðrir fatlaðir einstaklingar geta notað netið með aðstoð skjálesa og fleiri hjálpartækja. Einnig er hægt að lesa vefsíður með allskonar tækjum eins og PDA og GSM símum. Það er því ekki bara nauðsynlegt að aðgreina efni og útlit heldur verðum við að ganga alla leið og aðgreina alla auka virkni frá líka, þ.e.a.s client-side virkni. Hægt er að nota JS til að bæta við virkni í vefsíður, en skjálesar og PDA tæki eru mörg ekki nægilega fullkomnir til skilja þegar JS breytir hlutum á vefsíðunni í gegnum DOM. Þess vegna þarf að fara varlega og byggja fyrst vefinn með HTML, CSS og server virkni (PHP, ASP etc) og bæta síðan auka virkni ofan á svo allir getir notað síðuna, en þeir sem geta nota JS geti nýtt sér auka nytsemis fídusa. Þetta hefur verið kalla progressive enhanchment á ensku og allir ættu að kynna sér. Það eru mikið fleira sem þarf að hafa í huga til að smíða aðgegnilega vefsíðu, hægt er að lesa mera um þetta á Dive Into Accessibilty:
http://diveintoaccessibility.org/Vefstaðalar stendur fyrir að smíða vefsíður rétt. Það þarf að taka alla þætti með í reikninginn, þætti eins og aðgreiningu útlits, efnis og virkni, aðgengi fatlaðra og GSM síma, validation, skiljanleg URI, HTML sem hefur merkingu (e. Semantics) o.fl sem ég er sennilega að gleyma.
Vandamálið er kannski að það er ekki hægt að mennta sig í vefsíðugerð hérna heima og þess vegna er skortur á þekkingu. Ég er sjálfur að læra Tölvunarfræði og þar er okkur ekkert kennta að smíða forrit fyrir vef, hvað þá CSS eða HTML. Það þarf að upplýsa alla aðila sem koma að þessu máli um mikilvægi þess að bæta gæði vefsíðna og auka möguleika til menntunar á þessu sviðiði. Hugsanlega er ekki nóg að kenna okkur tæknifólkinu heldur þarf að líka að upplýsa stjórnendur, notendur og kaupendur hugbúnaðar um þessi mál svo þeir geti tekið betri ákvarðanir.