Ég og vinur minn höfum verið að gera vefumsjónarkerfi sem við skírðum Ask. Það keyrir síðuna mína, síðu Jökuls Mássonar (FusionLorus) og væntanlega síðu NFF.is. Ég gerði útlitið og reyndi að skipuleggja kerfið betur á meðan Atli, vinur minn forritaði.
Málið er að kerfið hefur staðnað undanfarna mánuði, m.a. vegna tímaskorts og áhugaleysis annars vegar og skorts á kunnáttu mín megin.
Okkar langar þess vegna að opna það og gera það að Open source verkefni. Ég veit að það er fullt að öðrum góðum en það verður skemmtilegt fyrir okkur og þá sem langar í gott kerfi að leggja hönd á plóginn.
Kerfið er skrifað í php með nokkuð messí kóða, en hann virkar.
Hvað segiði? Er nægur áhugi fyrir þessu svo að þetta muni ganga?