Nú er ég kominn með nóg! Ég hef verið að reyna að gera menu fyrir heimasíðu sem ég er að gera og mér gengur vægast sagt illa.
Fyrst reyndi ég að nota standard menuinn sem maður getur gert í Fireworks. Ég tók hann inn í Dreamweaver og hann virkaði ágætlega en ég gat ekki verið með fleiri en eitt stykki af menu í einu.
Þá reyndi ég að búa til menu með því að nota Timeline í dreamweaver og hann gerði það sem hann átti að gera en hann átti það til að frjósa.
Síðan reyndi ég hina ýmsu javamenua og annálaða crossbrowser menua frá t.d. javascripts.com og dhtml.com en ég er engan veginn nógu ánægður.
Nú bið ég um ykkar hjálp. Hvernig á ég að snúa mér í þessu. anxia sagði einhvern tímann að javamenuar væru ógeð og maður ætti bara að að hafa statískan menu og bæta smá skrauti á með css… getur einhver útskýrt þetta betur fyrir mér og/eða komið með betri hugmynd… :)
Raninn