Ég er ósammála þér. Það að leita á google krefst einungis mjög takmarkaðrar tölvuþekkingar.
Til að leita að mjög basic hlutum nægja einfaldar fyrirspurnir, það eru allir sem kunna smá í ensku (þarf ekki einu sinni alltaf) sem geta gert það.
Svo er annar hlutur og það er svona ‘alvöru’ google fyrirspurnir. Svona googlejerk (eða eitthvað, það er s.s. fyrirspurn sem skilar aðeins einu svari).
Það krefst mikilla hæfileika og þjálfunar, og er kannski ekki á allra færi. En til þess að kynna hinum almenna notanda fyrir möguleikunum er búið að skrifa bók, google for dummies. Ok, þú verður enginn pro af því að lesa hana en þú lærir trikkin og ef þú hugsar bara þá ferðu ósjálfrátt að nota það.
En já, það er rétt hjá þér að það er ekkert sjálfsagt að gera góðar fyrirspurnir, en ég veit einmitt um náunga sem stunda það að hanna fyrirspurnir sem skila þeim gögnum sem ættu helst að vera falin (virkilega nettur skítur :p).
“If it isn't documented, it doesn't exist”