Já, heldur betur (áhugi) :D
Mig langar kannski fyrst að sjá eitthvað fyrir byrjendur þá kynna helstu möguleika JS og grunn skipanirnar. Síðan langar mig að sjá eitthvað DOM tengt og jafnvel útskýringu á AJAX.
Ég var að hugsa um að gera jafnvel tvær greinar. Ein sem útskýrði algengustu html og css “tögin” og notaði það síðan til að búa til einfalt tveggja dálka útlit. Hin væri fyrir aðeins lengra komna, með fleiri trikkum og flóknari CSSi sem væri notað í að gera þriggja dálka síðu. Þær væru auðvitað gerðar með 100% réttu HTMLi og CSSi.
Ég er búinn að setja upp
beinagrind að greininni (þeirri fyrri alla vega, sú seinni er væntanleg) sem má finna á
síðunni minni. Endilega
segið hvað ykkur finnst.
Just brainstorming en.. Eru einhverjir fleiri til í greinasamkeppni? Þá gæti hún verið í tveimur lotum, byrjendagrein og grein fyrir lengra komna (hafa þeir sem eru lengra komnir kannski lítinn áhuga á byrjendagreinum?). Hugmyndir að fleiri “topics” er PHP, ASP og fleira. Þetta mundi halda mér við efnið og reka mig áfram í skrifunum og það kæmu fleiri greinar á þetta zombie áhugamál (margir fara á það og skoða korkinn en greinar eru allt of fáar)