Góða kvöldið.
Rétt er það, kerfi okkar getur sent lykilorð til baka. Reyndar er það nú svo að enginn veit líklega hver getur og hver getur ekki séð lykilorð ykkar, hvort sem um ræðir eBay, Hotmail eða aðra. Mér þykir umræðan ágæt enda undirstrikar þetta að maður á ávallt að velja sér nýtt lykilorð líkt og PIN númer á kortum eru. Ein regla er þó að koma sér upp aðferðarfræði við val á lykilorðum. Þannig má búa til nýtt lykilorð fyrir hvert tilefni án þess að hætta sé á að maður gleymi þeim. Gott að hafa þetta í huga.
Hitt er svo annað mál að kalla okkur svaðalega. Við veljum þetta ekki, kerfið gerir þetta sjálfvirkt. Það er ykkar að passa upp á þetta, ekki okkar. Vissulega förum við með þessar upplýsingar eins og lög gera ráð fyrir en allur er varinn góður.
Hafið einnig í huga að við gætum grafið upp lykilorð, eytt eða breytt, en það þýðir þó ekki að við séum að skoða lykilorð allan daginn (enda eflaust skelfilega leiðinleg iðja).
Anton, það er ekki rétt að ég hafi sent þér lykilorð þitt. Ég sendi þér staðfestingarkóðann sem svo vísaði þér á skráningu þína sem þú hafðir nýverið sent inn.
Kveðja,
myWEB.is