Þú breytir síðunni ekki neitt.
Sko, ég nenni ekki að útskýra domain (netföng) fyrir þér. En þetta virkar þannig:
.tk er einhver eyja útí hafi, svona eins og við nema aðeins fámennari og færri sem eiga tölvur og svona.
Þess vegna er einhver gaur þar sem býður fólki uppá að búa til .tk domain frítt.
Þessi domain eru öðruvísi en venjuleg að því leiti að þetta er bara iframe sem vísar í raunverulegu síðuna þína.
Ok, alltof langt um ekki neitt. Það sem þú þarft að gera er að fara á http://www.þaðsemþúvilt.tk og ef það er laust muntu sjá svona ‘skráðu þig’ dæmi, annars kemur einhver síða.
Svo geturðu líka farið á
http://www.dot.tk og leitað að síðu sem er laus ;)