Uhm… Það er sko eiginlega ekki hægt að skrifa yfir myndir… En ;) Með því að nota lög (div) þá geturðu það. Þú gerir bara tvö lög og lætur myndina í annað þeirra en textann í hitt… Síðan notarðu bara css til að stilla þessu upp (position: relative -30px (t.d.) á textann)…
Getur verið leiðinlegt að búa alltaf til nýtt css dæmi og skilgreina stærð og svona. Ekkert mál reyndar með einhverju eins og php. En gæti verið leiðnlegt að gera handvirkt.
Ég var nú einhverntímann með einhvern kóða fyrir svona.. Þá settirðu myndina og texta inn á hana t.d. í Photoshop.. setur síðan kóða fyrir link og stað á myndinni, (x/y)
Því miður fór kóðinn þegar ég formattaði tölvuna og ég breytti síðunni sem ég var með þetta á online :( Skal reyna að finna þetta aftur samt.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..