Ertu að tala um að koma texta frá skjali inn í flash einu sinni eða vera með txt skrá á serverinum sem flashið les úr og hægt er að uppfæra án þess að breyta swf skjalinu?
1. Ef þetta er bara að taka texta úr skjali og færa inn í flash þá virkar kópí peist mjög vel.
2.1 þá þarf að koma framm í skipunin “loadVariablesNum (”texti.txt“, 0);” mínus gæsalappir. þetta kallar á skjalið texti.txt sem er í sömu möppu og swf skjalið og setur það í rótina.
2.2 Síðan þarf að vera með “Dynamic text” kassa á þá rótinni þar sem textinn á að koma framm.
2.3 Í skilgreiningunni á textanum undir variable: þarf að koma (t.d.) “texti” eða eitthver annar strengur.
2.4 Fremst í textaskjalinu þarf að koma þá sami strengur og í lið 2.3, “texti=” og síðan má allur textinn koma þar fyrir aftan.
Einnig er hægt að merkja við html takkann í text option og leyfir það manni að skilgreina mismunadi letur stærð, linka og aðra þá kosti sem html hefur yfir txt, en að sjálfsögðu þarf að skilgreina það þá í viðkomandi skjali.
vona að þetta gagnist þér eitthvað
<a href="
http://www.simnet.is/mort/textalesari.zip">hægt er að nálgast skjalið hérna</a>
Mort