Ég hef undanfarið verið í vandræðum með spam á vefsíðu sem ég sé um.
Við erum með “Hafðu samband” möguleika þar sem form opnast og menn geta sent póst. Einhverjir óprúttnir aðilar hafa verið að senda inn eitthvað sem í sumum tilfellum gæti verið html póstur (en ég blokkera slíkt).
Þetta er alltaf úr mismunandi ip addressum, sem ég blokka reyndar jafnóðum.
Ég er búinn að prófa að endurskíra php skjalið, en það virkar ekki.
En nú spyr ég:
1. Hvað er hægt að gera til þess að stöðva þetta?
2. Hver er tilgangurinn með þessum sendingum og hver gæti viljað gera þetta?
Vonast eftir svörum frá einhverjum af þeim fjölmörgu snillingum sem skoða þessa síðu