ATH!
Látið titil korkana vísa til innihalds.
Ekki kalla þá hjálp, aðstoð osfr.
Þú þarft að fá einhverja tölvu til að birta síðuna á netinu. Það er hægt á tvennan hátt:
1. Að setja þannig upp á tölvunni þinni. Ef þú kannt á þetta færðu meira frelsi gangvart hýslinum og getur gert hvað sem þú vilt við hann. Gallinn við það fyrirkomulag er að það krefst kunnáttu á því sem þú ert að gera, það getur orðið flókið og er því ekki fyrir byrjendur og þú þarft líka að hafa kveikt á tölvunni þinni svo aðrir geti séð síðuna þína.
2. Fengið einhverja hýsingarþjónustu til að hýsa síðuna. Til eru margar þjónustur og eru þær jafn mismunandi ogþær eru margar. Sumar eru
ókeypis og aðrar ekki. En þú færð það sem þú borgar fyrir. Ef þú vilt bara HTML hýsingu dugar hvaða ókeypis hýsing sem er, en ef þú vilt geta notað vefforritunarmál eins og PHP þá fækkar ókeypis valkostunum. Flestar af þessum ókeypis bjóða upp á lítið pláss og/eða auglýsingar, sem eru pirrandi því getur verið betra að borga fyrir. Stuff.is býður upp á
góða hýsingarþjónustu á vægu verði.