Ég er í bölvuðum vandræðum með að setja upp apache og var að spá í hvort einhver hér gæti aðstoðað.
Ég er búinn að reyna þetta allt saman en ekkert virkar.
Það sem gerist er að þegar ég reyni að skoða skjal.php þá sé ég allt html-ið svo sem paragraph en ég sé ekki <?php echo “texti”; ?> Ef ég skoða kóðann þá sé ég php skipunina þar inni.
Ég veit ekki af hverju þetta er en ég hef grun um að þetta tengist skjali að nafni httpd.conf . Ég setti þar inn einhverju vitleysu sem gaurar á irc sögðu mér að setja inn en það er bara ekki að virka.
Getiði sagt mér hverju á að breyta þarna og hvernig. Þetta er útgáfa 1,3,20 af apache.
Svo með þessu downloadaði ég file sem nefnist php-4.0.5-Win32.zip
og mysql-3.23.38-win.zip . Er ekki bara allt í fína með þessa. Svo er mysql-ið komið inn á C:\mysql.
En ég held að það sé eina vitið að fá þessa php file-a til að virka á localhost. Svo vantar mig vefsvæði fyrir þetta allt saman.
Ég hlakka mjög til að lesa greinina hans arnorg um fréttagrunninn.