Í sjálfu sér er munurinn lítill sem enginn.
Þetta gengur útá það sama. Þetta eru bæði scripting mál embedduð í vefsíður og tilgangurinn með notkun þeirra er sá sami. Það er verið að gera svipaða hluti, sækja breytur úr query-string/formum, framkvæma útreikninga, tengjast gagnagrunnum og síðast en ekki síst, skrifa út HTML.
Tæknilega séð er auðvitað munur. Syntax-inn er t.d allt annar.
Einfalt dæmi:
PHP:
if ($_POST["text"] != '') {
echo "Þú slóst inn " . $_POST["text"];
}
ASP (VBScript):
if Request.Form("text") <> "" then
Response.Write "Þú slóst inn " & Request.Form("text")
end if
Í ASP geturðu ráðið hvort þú skrifir í VBScript eða JScript. VBScript hefur mjög kjánalegan syntax að mínu mati, og stundum hreinlega fáránlegan. JScript er líkara Java, og í raun mjög líkt PHP og C.
Ég myndi segja að helsti gallinn við ASP er sá að það er ekki open source eins og PHP. Einfalda hluti eins og að framkvæma HTTP upload á skrám er ekki hægt að gera í ASP nema með componentum frá þriðja aðila og þeir eru sjaldnast/aldrei fáanlegir ókeypis.
Svo eru það gagnagrunnarnir, því það er yfirleitt þannig að fólk sem notar PHP er að nota MySQL eða PostgreSQL gagnagrunn, og þeir sem nota ASP nota Access eða Microsoft SQL server sem er reyndar alveg fokdýrt apparat, en gríðarlega öflugt. Reyndar er alveg hægt að nota MySQL með ASP og MS-SQL með PHP.
Stór kostur við PHP er semsagt sá að allt í kringum það er ókeypis. Apache vefþjóninn, MySQL gagnagrunnurinn o.sv.frv.
Reyndar er gamla ASP smátt og smátt að hverfa og .Net umhverfið að taka við. Ef þú ert að spá í að fara að fikta í ASP, þá myndi ég frekar skoða .Net og þá myndi ég mæla með C# frekar en VBScript.
Þá ertu kominn í “alvöru” hlutbundið forritunarmál sem er gríðarlega öflugt og einstaklega þægilegt og skemmtilegt.