Sælir góðir hálsar (fingur).
Ég hef verið að stúdera PHP og MySql og hef verið að nota það með þokkalegum árangri.
Svo er ég að klóra mig áfram í ASP og langði að nota MySql gagnagrunninn sem ég er þegar með keyrandi og virkar fínt með PHP-inu en ég get ómögulega fundi nothæfar leiðbeningar um það hvernig hægt er að tengjast með ASP við MySql.
Ég ætla að það sé svipað og að tengjast öðrum grunnum, þannig að það væri gott að hafa einhvern How To .. yfir þetta .. Hvaða drivera maður þarf að hafa og svoleiðis ..
Vonandi hefur einhver sem nennir að deila með sér kunnáttunni staðið í þessu.
Kveðaj ..
GorGo