Ég man ekki eftir neinni einni grein þar sem talað er um CSS2 stuðining IE en hann gerir það ekki nógu vel, það var það sem ég var að segja. Þeir koma örugglega með góðan stuðning með IE7 (eins gott fyrir þá (og okkur :) )). Þetta var kannski óheppilega orðað en á átti við að þeir hafa nóg á sinni könnu við að bæta CSS2 stuðning, en eiga ekki endilega í vandræðum með það.
Enginn hjá þeim hefur heldur talað um CSS3 þannig ég geng út frá því að þeir hendi því ekki inn á þessum örfáu mánuðum sem eru í útgáfuna en þó gætu þeir verið að vinna í því án þess að segja frá því, en maður veit aldrei.
Ég sagði aldrei neitt um öryggisholur í Firefox en gaman að þú minnist á það. Auðvitað eru öryggisholur í Firefox eins og öllum hugbúnaði svona flóknum, gerðum af mönnum. Málið er bara að í Firefox, og open source hugbúnaði yfirleitt, eru holurnar ekki hernaðarleyndarmál sem best er að leyna, þær eru vandamál sem þarf að leysa, á opinn hátt þar sem margir eiga hlut að máli. Þess vegna koma uppfærslur mun fyrr en ella. Tökum Firefox sem dæmi: Nokkrar holur hafa fundist en alltaf hefur verið tappað í þær á innan við viku! Það er mjög góður árangur og sýnir mjög vel hvað Firefox er öruggur, ekki endilega sú útgáfa sem er í notkun núna, heldur sem verkefni.
Ef þú vilt fréttir af
IE7 og
CSS stuðningi, prófaðu
google og
google news