Reyndar þá gerði ISNIC þau ágætu mistök að fara VEL leynt með séríslenskt stöfuð lén.
Ég er að með þá skoðun að þegar þú kaupir þér lén ( .is lén sérstaklega ) þá áttu reglulega að fara á www.isnic.is .. því oft koma þeir með tilkynningar sem ágætt er að vita.
En það kemur ekki í veg fyrir það að reykjavíkurborg varð ósátt með að þurfa að kaupa reykjavík.is af athyglissjúkri netmiðlun sem notaði nafnið á fyrirtækinu ósparrt í þessari “baráttu” sinni. Ekkert annað en ágætt PR stunt þar á ferð.
En þeim tókst þó ætlunarverk sitt. Reykjavíkurborg varð “reið” útaf þessu, lofaði fyrirtækinu en bölvaði ISNIC fyrir að tvíselja sér lén.
Að vísu var ég sjálfur ósáttur við að þeir höfðu ekki strax komið með nýjustu lausn sína á þessu veseni og blandað við fyrstu lausn sína.
Þ.e. ef þú áttir .is lén sem hægt var að skrifa með íslenskum stöfum, þá áttiru að hafa forgangsrétt( í lengri tíma ) og getað keypt það á 1000 krónur.
En svona er þetta bara.
Annars finnst mér þetta líka hafa verið á ábyrgð þeirra sem eiga lén / sjá um lén að láta vita af þessu.
En ég er samt hlynntur því að þeir lækki gjöldin úr 10.000 ( 2.450 krónurnar eru vsk ) niður í 5.000 .. enda myndi það ekki gera neitt nema gott því að þá myndu margir kaupa sér mörg lén til viðbótar. I would.