Þessu er aðallega beint til hugarans “Rusty”, einfaldlega vegna þess að mér finnst hann heldur neikvæður gagnvart notkun CSS við útlit og ég held að það
byggi frekar á vanþekkingu en einhverju öðru.
Rusty @ 3. maí 2005 - 16:43:58
“Ég veit en allar töflulausar síður sem ég hef séð finnst mér ljótar. Of einfaldar fyrir minn smekk. Finnst eins og fólk sé hætt að nota photoshop eftir að það uppgvötar lög.”
Þú áttar þig vonandi á því að það er hægt að gera allt með töflulausu html-i sem hægt er að gera með gamaldags töflu-súpu og spacer gif myndum?
Þú talar um að *allar* töflulausar síður sem þú hafir séð séu of einfaldar og ljótar. Ég næ því ekki alveg.
Hefurðu t.d athugað eftirfarandi síður bara sem dæmi:
http://www.visir.is/
http://www.am.is/
http://www.kringlan.is/
http://www.alcan.is/
http://www.husdyragardur.is/
http://www.sjova.is/
http://www.isb.is/
http://www.landsbanki.is/
http://www.ru.is/
…. bara svo ég nefni örfá dæmi ?
Þessar síður eiga það allar sameiginlegt að byggja á töflulausu útliti þar sem eingöngu CSS er notað við layout. Þær nota töflur til þess að gera það sem töflum vær ætlað - Að halda utan um töfluleg gögn.
Ég er bara ekki að sjá að þessar síður hefðu getað orðið eitthvað “flottari” ef töflur hefðu verið (mis)notaðar.
Þeir sem halda því fram að það sé meira takmarkandi að vefa töflulausar síður sem nota rétt og merkingarbær HTML-tög á réttum stöðum *, vita bara ekki betur og þekkja málið ekki nógu vel. Mér fannst það sjálfum fyrst, en með æfingunni og eftir að maður náði færni í þessu, þá er EKKERT mál að gera hvað sem er á þennan hátt og án þess að lenda í vandamálum á milli vafra (IE 6, Firefox, Safari og Opera 7+).
* Það sem ég á við með þessu er t.d að nota t.d h1,h2,h3,h4 o.sv.frv. í staðinn fyrir
<div class="titill">Nafn síðu</div> <div class="headline">Fyrirsögn</div>
og nota lista til að byggja upp valmyndir, o.fl. á þá leið.
Þetta snýst um að aðskilja efni og útlit eftir fremsta megni.
Skoðaðu sem dæmi http://www.alcan.is/ í Firefox eða Opera, eða í vafra þar sem þú getur slökkt á CSS stuðningi. Ef þú gerir það, þá sérðu að vefurinn er fullkomlega nothæfur. Eina sem þú gerðir í rauninni var að taka út útlitið. Eftir stendur allt efni í lógískri röð og einfalt er að nota vefinn.
Á þennan hátt birta frumstæðir vafrar vefinn, þá á ég við t.d farsíma, lófatölvur, skjálesara og síðast en ekki síst, þá er þetta sú “sýn” sem leitarvélar á borð við Google fá þegar þær “crawla” í gegnum vefinn. Þær eiga auðveldara með að sigta út upplýsingar og vefurinn verður sýnilegri á leitarvélum.
Rusty @ 3. maí 2005 - 14:36:44
“Já, nota myndir. En ekki nota stílhreint CSS. Sjáðu bara hvernig hugi varð.”
Hugi.is er enginn mælikvarði á það sem hægt er að gera. Það hefði alveg verið hægt að halda nákvæmlega sama útliti og var áður, þó svo að
CSS yrði notað við útlit, en ekki töflur og innihaldslausar myndir sem eru eingöngu í útlitslegum tilgangi.
Auk þess er ekkert sem mælir gegn því að útlit GotFrag.com yrði eingöngu byggt á CSS. Eins og ég sagði áður, það er ekki takmarkandi factor.