CSS sér um útlit síðunnar en HTML sér um innihaldið. Ef þessi skipting er í hávegum höfð er útlits breyting á síðu einungis gerð með því að skipta um CSS kóða, dæmi
CSS Zen Garden. Annar kostur þess að skipta heimasíðugerð upp á þennan máta er að ef menn eru að skoða síðuna í úreltum vafra eða vafra sem einungis styður texta, dæmi: lófatölvur, kemur síðan fram á læsilegan máta ólíkt því sem gerast mundi ef hún væri öll full af
töggum. Í því tilfelli þegar textavafri er notaður er einnig oft gott að geta haft meginefnið fyrst í kóðanum en það er engan veginn mögulegt með töflum eða þá að hafa sérstaka valmynd fyrir textavafrann en það er mjög einfalt með CSS.