Blessaðir sleppiði nú þessum notepad stælum. Ég verð nú samt að játa að ég gríp til hans öðru hverju en oftast nær nota ég editor sem litar fyrir mig kóðann. FrontPage er alveg ágætisforrit, það þarf bara að læra á það einsog önnur forrit. Það er hægt að stilla það á alla vegu hverju frontpage bætir inní kóðann. Það er líka hægt að stilla dreamweaver, pagemill, homesite o.s.frv. þú þarft bara að læra á þau til þess að þau skili því frá sér sem þú vilt.
Þú getur nálgast dreamweaver hjá ACO, örugglega pagemill líka. Ekki hugmynd um hvar hægt er að nálgast homesite en örugglega í annari hverri búð sem selur hugbúnað, einsog frontpage.
Aðeins aftur að notepad. Til þess að nota notepad eingöngu þarf maður að kunna html ansi hreint vel, þ.e. ef maður vill sleppa við nokkra klukkutíma debug á dag. Og jú auðvitað ef maður vill læra html, ritlingar sem lita kóðann eru þá alveg eins góðir í það. Ég persónulega nenni ekki að standa í því að leita að stafsetningarvillu hjá sjálfum mér, öll gerum við jú mistök öðru hverju, og læt þess vegna einhvern af þessu snildar lit-ritlingum sjá um þá vinnu fyrir mig. Þessi notapad umræða minnir mig svolítið á umræðuna sem var í gangi þegar fyrstu símarnir voru að koma, þó ég muni ekki persónulega eftir því. Þá var víst ekki óalgengt að heyra “Alvöru menn ganga bara yfir á næsta bæ ef þeir vilja tala við fólk”.
Kommon krakkar mínir, drattist inní 21. öldina og notið þá tækni sem til er, hún getur oft sparað mikinn tíma. Og hættið þessu endalausa notepad röfli, html er ekki það flókið.
Af fyrri reynslu langar mig að taka það fram að þetta er ekki persónuleg árás á nokkurn einstakan aðila, né nokkurn annan. Ég áskil mér rétti til að fussa og sveija þegar svo á við.
Góðar stundir.