Sammála, þó svo að ég kjósi frekar Linux, þá er Windows mjög fínt líka. Vandamál með að hafa Windows er náttúrulega að það þarf að loka þessum portum sem Windows er með opið ‘by default’ til þæginda fyrir notendur (það er útí hött að halda að venjulegur notandi sé með 100 þjónustur í gangi :P).
Einn kostur við Linux, sem ekki er á Windows er að það er hægt að keyra Linux án myndræns viðmóts. Og þ.a.l. hefurðu meira minni til að keyra þjónusturnar áfram.
Það er fullt af einhverjum svona hlutum.
Þú ert væntanlega vanari Windows og því er væntanlega betra fyrir þig að nota það. Því þetta er auðvitað líka spurning um hvað manni finnst þægilegt og það eru ekki allir sem nenna að breyta einhverjum config skjölum til að fá þjóninn til að virka eins og þú vilt.
“If it isn't documented, it doesn't exist”