Ég mæli með
http://www.w3schools.com/ ef þú vilt læra eitthvað varðandi vefsíðugerð. Það eru til milljón greinar á netinu (veit samt ekki um neitt gott á íslensku). Ef vilji og peningar eru fyrir hendi er líka hægt að fara útí bókasölu stúdenta (eða aðra bókabúð sem selur tölvubækur) og fá sér bók um: XHTML, CSS, XML, PHP/MYSQL eða eitthvað í þá áttina.
Síðast en ekki síst er mjög gott að nota
http://www.google.comVarðandi þetta ‘hvað felur þetta í sér?’ þá ef þú átt við vefsíðugerð almennt þá er það að miðla upplýsingum. Við það er notaður HTML staðall (hypertext markup language), tveir þessara staðla eru HTML 4.1 og XHTML (mæli með þeim seinni).
Ef þú hins vegar áttir við vefforritun, þá er það að skrifa kóða að síðu sem getur verið virk, þ.e. að hún breytist eftir því hver kemur inná hana, hvað einhver gerir inná henni o.s.frv. Vefþjónninn sem síðan er geymd hjá (segjum svo að ég skrifi síðu í php) er með PHP ‘vél’ uppsetta og þegar einhver notandi biður þjóninn um síðuna *.php sér vefþjónninn, já, php síða, best að senda hana í php vélina. Þá tekur PHP vélin síðuna, og í samræmi við þær upplýsingar sem notandinn bað um/gaf þýðir PHP kóðann yfir í HTML (þetta virkar mjög svipað ef ekki eins í ASP/JSP o.fl.)
Það er líka hægt að hafa síðuna gagnagrunnstengda til að auka við möguleikana.