Glöggir hafa kannski tekið eftir að það eru komnar nokkrar howto greinar. Ég hef tekið saman greinar og verkefni sem ég hef unnið í gegnum tíðina og sett þetta á form sem er vonandi læsilegt fyrir sem flesta.
Það er mjög einmannalegt þarna niðri. Það er ekkert að gerast!
Ég bara submitta og submitta og enginn annar. Svo ekki sé talað um hvað virðast koma lítil viðbrögð. Hefur enginn skoðun á þessu, það er ekkert allt sem ég segi heilagur sannleikur og menn hljóta að hafa mismunandi skoðanir og eitthvað við hlutina að bæta. Það væri a.m.k. mikið skemmtilegra að standa í þessu þannig. Ég setti inn tvær greinar áðan og nú er ég hættur. Það er því eins gott að einhver fari að druslast til að senda eitthvað þarna inn, þó ekki sé nema einhverjar áhugaverðar glósur frá kennara. Einhver af þessum 205!!!