Eins og við má búast eru margir kostir við að hýsa lén hvort sem það er dot com punktur is eða annað. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér þar sem ég er að fara fjárfesta í íslensku léni og aðeins búinn að plægja garðinn á www.isnic.is hvað sé laust en hitt er þvílíkur frumskógur hvar skal hýsa barnið.
Misvel gegnur að fá upplýsingar frá vefþjónustum um kosti, galla og verð en ekki eru allir sem eru með verðskránna og það sem innifalið er í verði á vefnum hjá sér. Þar sem ég ætla að vera með mjög einfalda síðu um persónuleg málefni þarf ég ekki mikið pláss.
Nú spyr ég að einskærri fávísi hvort einhver sé mér fróðari í þessum efnum hvar hagstæðast sé að hýsa vefi með góðu aðgegni.
með kveðju,
piripiri