Þú ert ekkert ‘ógeðslega heimskur’, ert bara nýr í þessu (eins og allir einhverntíma).
RTFM=read the fu*king manual (ísl þýing: lestu hel*ítis leiðbeiningarnar). Með phpnuke fylgir skjal, skjal sem væntanlega heitir README (wonder why :P) lestu það. Annað heitir örugglega INSTALL (hmmmm… gruggugt) lestu það líka.
Ok, þegar þú ert búinn að því kemstu (væntanlega, hef aldrei notað phpnuke) að því að það er eitthvað install forrit með. Opnaðu firefox og sláðu inn slóðina
http://localhost/slóð/að/phpnuke/install. Ef það er til staðar (eða eitthvað svipað) notaðu það og þá gerist allt sjálfkrafa.
Ef það er hinsvegar ekki gerðu eftirfarandi:
Þú átt að geta opnað þetta með ‘mysql.exe’. En betri aðferð (að mínu mati a.m.k.) er að ná sér í
phpMyAdmin (gæti verið innifalið í pakkanum þínum).
Þegar þú ert búinn að setja upp phpMyAdmin (RTFM) ætti það að vera staðsett á
http://localhost/phpmyadmin eða eitthvað svipað.
Þar loggarðu þig inn með notandanafni/lykilorði sem er væntanlega að öllu í þessum pakka sem þú settir inn.
Svo ferðu bara í SQL flipann og velur ‘from file’ og ýtir á go/ok/eitthvað:P