Eitt sem er líka hægt sem hefur ekki verið nefnt hér hingað til er að nota conditional comments til að láta IE fá sérstök CSS stílsnið:
http://www.quirksmode.org/css/condcom.htmlSvo er líka til þægilegt “css hack”, underscore hakkið:
.bla {
height:300px; /* Allir vafrar taka þetta */
_height:310px; /* IE tekur þetta gildi */
}
Ég mæli samt gegn því að nota svona hacks eins og þetta, því það gæti valdið ýmsum vandamálum ef ske kynni að næsta uppfærsla af IE myndi ekki lengur parsa svona lagað.
Varðandi það að láta server-side script lesa upp hvaða vafra er verið að nota og vísa á CSS skjöl eftir því, þá gæti það valdið vandræðum þar sem t.d Opera er (var a.m.k) vön að auðkenna sig sem Internet Explorer sem default.