ég á við svolítið óvenjulegt vandamál að glíma ::

//intro//
þannig er að ég er nýbyrjaður að forrita í java og hef hingað til ekki haft neina sérstaka möppu undir .class skrárnar mínar. en til að spara tíma eru þær núna allar á einum stað. þegar ég hef svo lokið við hvert “applet” langar mig yfirleitt að skoða afraksturinn í internet explorer og bjó því til einfalda .html skrá sem hleður inn applet(tinu), og gerir ekkert annað.

//problem//
nú er augljóst að það tekur óþarflega (I hope) langan tíma að fara í view source í IE og breyta skráarnafninu á applet(tinu) til að rétt applet skoðist.

//lausn1_?//
ég var því að velta fyrir mér hvort að það væri hægt með javascript (þ.e. í html kóðanum) að biðja notendann um eitthvað input sem gæti þá verið nafnið á applet(tinu) í þessu tilfelli til þess að losna við að þurfa að “edit-a” sjálfa .html skránna.

//lausn2_?//
malla upp eitthvað í delphi (or something else for that matter) sem leitar að streng í textaskrá og skiptir honum út fyrir eitthvað sem notandinn slær inn. það væri augljós tímasparnaður ef einhver af ykkur snillingunum sem lesa þetta gæti bent mér á hugsanlega tilvist slíks forrit eða einfaldlega smíðað það fyrir mér - ég er töluvert ryðgaður í delphy (",)

//epilogue//
ég vona að þú hafir nennt að lesa þetta og/eða komir til með að hjálpa mér ef þú getur ;)

<i>Cherub- lausn vandamála kemur að innan,
…amk stundum ;)</i>